Velkomin á vef jólaljósa

Falleg leiðislýsing yfir hátíðarnar í Hafnarfjarðarkirkjugarði

Jólaljósin ehf veita þjónustu við þá sem vilja lýsa grafreiti í Hafnarfjarðarkirkjugarði.

Þjónustan fellst í því að leigja seríur með perum, mislitum eða hvítum, frá 9. desember til 6. janúar.

Leiðbeiningar

Áður en pöntun er fyllt út þarf að vita númer leiðis. Númerið er í þremur hlutum og er á forminu A-01-23.


Fyrsta skref pöntunar er að velja heildarfjölda pera sem á að setja á leiði. Ef ætlunin er til dæmis að setja 5 ljós á eitt leiði eru hér valin 3 ljós. Ef hinsvegar ætlunin er að setja á tvö leiði hlið við hlið, 5 ljós á hvort leiði, eru hér valin 10 ljós. Því næst er smellt á 'Setja í körfu' hnappinn.

Þegar smellt er á hnappinn opnast varan í körfunni og nú er hægt að setja inn nánari upplýsingar um leiðisnúmer, nafn hins látna, ljós á leiði við hliðina og fleira. Hér er hægt að velja útlit ljósa og koma á framfæri óskum um deilingu ljósa niður á leiði, til dæmis ef ætlunin er að setja 3 ljós á eitt leiði og 2 á annað.

Ef fylla á út fleiri en eina pöntun þarf að klára greiðsluferli fyrri pöntunar áður en næsta pöntun er sett inn.

Ef verið er að panta ljós á leiði sem ekki eru samliggjandi er númer fyrsta leiðisins sett inn í þar til gerðan reit en númer annara leiða ásamt útskýringu á skiptingu ljósa á leiði eru færð inn í athugasemdareit.

Leiguskilmálar

  • Þegar þú leigir jólaljós af Jólaljósin ehf ertu að leigja jólaljós á leiði í Hafnarfjarðarkirkjugarði.
  • Leigutímabilið er frá degi eftir pöntunardag, þó ekki fyrr en 9. desember til 6. janúar. 
  • Innifalið í leigunni er allt efni til lýsingarinnar svo og viðhald hennar þetta tímabil. 
  • Endurgreiðsla á leigu er eingöngu framkvæmd ef tvípöntuð hefur verið leiga á viðkomandi leiði. 
  • Leigan verður virk við greiðslu leigugjalds með greiðslukorti, millifærslu í banka eða með greiðslu í heimabanka.
6922789
Hafnarfjarðarkirkjugarður
220 Hafnarfirði
Leit