Um fyrirtækið
FYRIRTÆKIÐ
Jólaljósin í Hafnarfjarðarkirkjugarði
Það var árið 1955 sem Jón Guðjónsson, rafvirkjameistari, lagði rafkerfi í hluta kirkjugarðsins í Fossvogi, og bauð upp á þá þjónustu, að lýsa grafreiti með skrautlýsingu yfir jólahátíðina. Hann hafði um árabil hjálpað fólki við að lýsa leiði sinna nánustu með rafgeymum, og var orðinn leiður á þessum rafgeymaburði, með þeim hættum sem því fylgdi.
Þetta framtak hans varð geysi visælt og fólk kunni vel að meta þægindin sem fylgdu því að geta leigt ljósaseríu og fengið hana tengda við rafkerfi. Fólk kom í afgreiðslu sem var í garðinum, valdi sér ljós, bæði lit og fjölda, og fór síðan með seríuna að grafreitnum. Þar voru starfsmenn, sem gengu frá ljósunum og tengdu þau við rafkerfið.
Fyrsta árið var þessi þjónusta eingöngu fyrir hendi í Fossvogskirkjugarði, en frá Hafnarfiði komu háværar raddir um að fá þessa þjónustu í Hafnarfjarðarkirkjugarð, og beiði kom frá kirkjugarðsstjórn um að fá þessa þjónustu. Jóni rann blóðið til skyldunnar, enda hafnfirðingur sjálfur, sonur Guðjóns í Málm.
Það var svo árið 1956 sem lagt var rafkerfi í Hafnarfjarðarkirkjugarð og boðið upp á jólalýsingu í garðinum. Þar var fyrirkomulagið annað, fólk hafði einfaldlega samband við kirkjugarðsvörðinn, Gest Gamalíelsson, og hann sá um að koma lýsingunni á réttann stað.
Þetta varð fljótlega Gesti ofviða, þannig að tekin var upp sama kerfi og í Fossvogi, sett upp afgreiðsla í garðinum, sem staðsett var í litla hvíta skúrnum (skúrinn er klukkuhús kirkjugarðsins) í miðjum garði, sem var aðsetur Gests.
Ansi þröngt var í þessari afgreiðslu og mynduðust oft langar biðraðir við skúrinn. Nú höfum við komið okkur upp afgreiðslugámi, en því miður myndast oft biðraðir þar, sérstaklega fyrstu daga afgreiðslunnar. Árið 2014 var svo tekið upp pöntunarkerfi á netinu, þannig að nú þurfa viðskiptavinir okkar ekki að koma upp í garð.
Nú höfum við lagt niður afgreiðsluna í garðinum, þannig að allar pantanir fara í gegn um pöntunarkerfið á þessari heimasíðu (jolaljosin.is).
Þeir sem treysta sér ekki til að gera pöntun geta hringt í síma 5717255 frá 13 til 16 frá og með 15. nóvember.
